Velkomin

Nú höfum við opnað IVF klíníkina Reykjavík!!

Hlökkum til að taka vel á móti ykkur.

Nýtt símanúmer okkar er 430 4000.

Ragnhildur litRagnhildur Magnúsdóttir sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp hóf störf hjá IVF klíníkinni 1. ágúst sl. Ragnhildur lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1994 en fór að loknu kandídatsári á Akureyri í sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í Noregi. Þar starfaði hún á kvennadeild Buskerud sentral sykehus í Drammen og svo á Rikshospitalet í Osló þar sem hún vann á fósturgreiningardeild og sérhæfði sig í notkun sónars við fósturgreiningar og kvensjúkdóma.

 

Lestu meira

Á IVF-Klíníkinni Reykjavík komum við til með að rækta fósturvísana með nýrri tækni sem gerir okkur kleift að fá mun meiri upplýsingar um hvernig fósturvísarnir þroskast en áður hefur verið mögulegt. Þessi nýja tækni kallast hikmyndatækni (time-lapse) og byggist á því að taka myndir af fósturvísunum á meðan á ræktun stendur sem síðan er hægt að notast við til að velja þann besta til að setja upp í konunum.

Hér fyrir ofan sést hvernig kímblaðra kemst út úr egghjúp sínum, myndað með hikmyndatækninni.

Lestu meira

Við tókum okkar fyrsta skref í átt að gæðavottun þegar við fengum Kia Borg, gæðastjóra IVF Sverige, í heimsókn til okkar í lok maí. Hún hélt erindi um gæðastarf og ISO staðla. IVF Klíníkin stefnir á að fá gæðavottun árið 2017-18.

Kia Borg gæðastjóri IVF Sverige

Lestu meira

Kvensjúkdómalæknarnir sem starfa hjá okkur taka einnig á móti almennum sjúklingum á móttökum sínum.  Þeir taka þar á móti konum á öllum aldri með hvers konar kvensjúkdómavandamál auk þess að sinna sjúklingum vegna ófrjósemi.  Bið eftir tíma er yfirleitt stutt og tekið er á móti tímapöntunum í síma.

Lestu meira