Viltu gefa egg?

 

„Ég og sonur minn tölum oft um yndislegu konuna sem gaf okkur agnarlitla frumu sem kveikti líf.  Án hennar værum við mæðgin ekki til.

Takk fyrir okkur – eggjagjöf er lífgjöf“

Smelltu hér ef þú vilt vita meira um eggjagjöf.

 

 

 

Við viljum bæta við okkur ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi á IVF klíníkina Reykjavík. IVF klíníkin Reykjavík er einkarekin deild sérhæfð í rannsóknum og meðferðum á ófrjósemi. Við framkvæmum til dæmis tæknisæðingar, glasafrjóvganir og smásjárfrjóvganir. Við vitum að meðferð sem mætir þörfum sjúklinganna og tekur tillit til bæði líkamlegra og sálrænna þátta er forsenda þess að ná besta mögulega árangri.

Lestu meira

SnorriSnorri Einarsson, yfirlæknir var í viðtali hjá Morgunblaðinu. „Hingað til hafa ís­lensk­ar kon­ur þurft að leita til Svíþjóðar eða Dan­merk­ur til að geyma egg, en þær gera það oft­ast ef þær vilja bíða með barneign­ir og eiga góð egg þegar að þeim kem­ur eða vegna þess að þær hafa greinst með sjúk­dóm sem get­ur haft áhrif á frjó­sem­ina.“

Lestu meira

ES+ á rannsóknarstofuEmbryoScope+ er sérhæfður hitaskápur þar sem ræktun á fósturvísum fer fram undir myndavél.

EmbryoScope+ frá Vitrolife, er af annarri kynslóð fósturvísasjáa. Þegar IVF klíníkin hóf starfsemi í febrúar 2016, fjárfesti hún í tveimur fyrstu kynslóðar tækjum en þeim hefur nú verið skipt út fyrir þetta nýja tæki.

Allir fósturvísar frá sjúklingum sem fara í glasafrjóvgunarmeðferð verða hér eftir ræktaðir í þessum nýja ES+ hitaskáp

Lestu meira

Nordic Sperm BankÁ síðastliðnum vikum höfum við gert breytingar á pöntun og kaupum á gjafasæði.

Undanfarin ár hefur lítill lager af gjafasæði verið til hjá okkur, nokkuð sem við keyptum reglulega frá sæðisbankanum Europeansperm bank í Danmörku. Úrvalið hefur verið takmarkað og upplýsingar um hvern gjafa sömuleiðis. Við höfum fundið fyrir vaxandi þörf og áhuga skjólstæðinga okkar um meira úrval og betri upplýsingar um hvern gjafa.

 

Lestu meira