Velkomin

Nú höfum við opnað IVF klíníkina Reykjavík!!

Hlökkum til að taka vel á móti ykkur.

Nýtt símanúmer okkar er 430 4000.

Frá og með 1.október 2016 hækkar verð á meðferð með frystum kímblöðrum í 150.000 kr.

Við stofnun IVF klíníkurinnar fyrir 6 mánuðum hófum við að veita meðferðir með kímblöðruræktun í takt við það nýjasta og besta sem verið er að gera á tæknifrjóvgunardeildum í heiminum. Við höfum nú fylgst náið með árangri og sjáum að aðferðin virkar vel í okkar höndum. Árangur meðferða er góður og stenst þær kröfur sem við gerum. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að við getum boðið sjúklingum okkar betri meðferðir með auknum líkum á þungun.

Lestu meira

Nordic Sperm BankÁ síðastliðnum vikum höfum við gert breytingar á pöntun og kaupum á gjafasæði.

Undanfarin ár hefur lítill lager af gjafasæði verið til hjá okkur, nokkuð sem við keyptum reglulega frá sæðisbankanum Europeansperm bank í Danmörku. Úrvalið hefur verið takmarkað og upplýsingar um hvern gjafa sömuleiðis. Við höfum fundið fyrir vaxandi þörf og áhuga skjólstæðinga okkar um meira úrval og betri upplýsingar um hvern gjafa.

 

Lestu meira

Ragnhildur litRagnhildur Magnúsdóttir sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp hóf störf hjá IVF klíníkinni 1. ágúst sl. Ragnhildur lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1994 en fór að loknu kandídatsári á Akureyri í sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í Noregi. Þar starfaði hún á kvennadeild Buskerud sentral sykehus í Drammen og svo á Rikshospitalet í Osló þar sem hún vann á fósturgreiningardeild og sérhæfði sig í notkun sónars við fósturgreiningar og kvensjúkdóma.

 

Lestu meira

Kvensjúkdómalæknar sem starfa hjá okkur taka einnig á móti almennum sjúklingum á móttökum sínum. Þeir taka þar á móti konum á öllum aldri með hvers konar kvensjúkdómavandamál auk þess að sinna sjúklingum vegna ófrjósemi. Tekið er á móti tímapöntunum í síma 430 4000.

Lestu meira