Viltu gefa egg?

 

„Ég og sonur minn tölum oft um yndislegu konuna sem gaf okkur agnarlitla frumu sem kveikti líf.  Án hennar værum við mæðgin ekki til.

Takk fyrir okkur – eggjagjöf er lífgjöf“

Smelltu hér ef þú vilt vita meira um eggjagjöf.

 

 

 

Reykjavik lÞann 29 janúar 2018 skiptum við um nafn og heitir IVF-klíníkin Reykjavík eftir það LIVIO Reykjavík. IVF-klíníkin Reykjavík er hluti af hópi frjósemis- og rannsóknardeilda með starfsemi í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi sem bera nöfnin Fertilitetscentrum og IVF-klíníkin.

Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvernig við getum betur komið því til skila til sjúklinganna okkar að við erum leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndunum í öllu sem við kemur frjósemi og búum yfir gríðarlegri þekkingu og hæfni.

Lestu meira

Breytingar á pöntun gjafasæðis verða gerðar frá og með 1. janúar 2018.

Mikilvægar breytingar á því hvernig pöntun gjafasæðis verður háttað verða gerðar frá og með áramótum. Þær eru gerðar til að gera pantanirnar bæði einfaldari og skilvirkari fyrir sjúklinga.

Lestu meira

Við viljum bæta við okkur starfsmanni á rannsóknastofuna á IVF klíníkina Reykjavík. IVF klíníkin Reykjavík er einkarekin deild sérhæfð í rannsóknum og meðferðum á ófrjósemi. Við framkvæmum meðal annars tæknisæðingar, glasafrjóvganir og smásjárfrjóvganir. IVF klíníkin Reykjavík er rekin af IVF Sverige sem er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum. Fyrirtækið er samsett af 9 tæknifrjóvgunardeildum í Svíþjóð, Noregi og Íslandi með 170 starfsmenn. Sendu umsókn þína til Þóris Harðarsonar (thorir.hardarson@fertilitetscentrum.se) og segðu okkur frá hvers vegna þú sækist eftir starfinu og láttu starfsferilsskrá fylgja með. Umsóknarfrestur er til 21. janúar og viðtöl fara fram í framhaldi af því.

Lestu meira