Kia Borg gæðastjóri IVF-Sverige í heimsókn

3. júní, 2016

Við tókum okkar fyrsta skref í átt að gæðavottun þegar við fengum Kia Borg, gæðastjóra IVF Sverige, í heimsókn til okkar í lok maí. Hún hélt erindi um gæðastarf og ISO staðla. IVF Klíníkin stefnir á að fá gæðavottun árið 2017-18. Sjö tæknifrjóvgunardeildir af átta sem eru í eigu IVF Sverige eru nú þegar með gæðavottun en hún skilar markvissari vinnuferlum, auknu öryggi og þjónustu við sjúklinga. Að auki tryggir hún stöðugar umbætur og leiðir til skilvirkari þjónustu. Þá skerpir hún á hlutverkum hvers starfsmanns sem m.a. hefur jákvæð áhrif á vinnuumhverfið og bætta starfsaðstöðu.Kia Borg gæðastjóri IVF Sverige

Back