Nýr kvensjúkdómalæknir hjá IVF klíníkinni

2. september, 2016
Ragnhildur Magnúsdóttir sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp hóf störf hjá IVF klíníkinni 1. ágúst sl. Ragnhildur lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1994 en fór að loknu kandídatsári á Akureyri í sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í Noregi. Þar starfaði hún á kvennadeild Buskerud sentral sykehus í Drammen og svo á Rikshospitalet í Osló þar sem hún vann á fósturgreiningardeild og sérhæfði sig í notkun sónars við fósturgreiningar og kvensjúkdóma.

Ragnhildur lit

Eftir heimkomu starfaði Ragnhildur sem heimilislæknir í Vestmanneyjum og síðan sem héraðs- og yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands áður en hún flutti til Reykjavíkur og kláraði sérfræðinámið í kvensjúkdómum og fæðingahjálp á Landspítalanum.

Ragnhildur hefur starfað sjálfstætt á kvenlækningastofu, síðast hjá Klíníkinni Ármúla. Einnig hefur hún starfað við klíníska brjóstamóttöku á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og unnið reglulega við kvensjúkdómamóttöku á Höfn í Hornafirði.

Opið er fyrir tímabókanir hjá Ragnhildi bæði vegna frjósemismeðferðar og almennrar þjónustu kvensjúkdómalæknis.

Back