Hækkun á gjaldi fyrir meðferð með frystum kímblöðrum

2. október, 2016

Frá og með 1.október 2016 hækkar verð á meðferð með frystum kímblöðrum í 150.000 kr.

Við stofnun IVF klíníkurinnar fyrir 6 mánuðum hófum við að veita meðferðir með kímblöðruræktun í takt við það nýjasta og besta sem verið er að gera á tæknifrjóvgunardeildum í heiminum. Við höfum nú fylgst náið með árangri og sjáum að aðferðin virkar vel í okkar höndum. Árangur meðferða er góður og stenst þær kröfur sem við gerum. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að við getum boðið sjúklingum okkar betri meðferðir með auknum líkum á þungun.

Til þess að geta boðið upp á þessar meðferðir höfum við fjárfest í nýjasta og besta tækjabúnaði, gjörbylt verkferlum og ráðið fleira starfsfólk rannsóknarstofuna til þess að geta annað þeirri auknu vinnu sem ferlinu fylgir.

Til þess að mæta þessum aukna kostnaði hækkum við nú verð á meðferðum með frystum kímblöðrum en fellum niður kímblöðruræktunargjald sem áður var til staðar.

Starfsfólk IVF klíníkurinnar.

Back