Breytingar varðandi gjafasæði

6. október, 2016 Donorsæd

Á síðastliðnum vikum höfum við gert breytingar á pöntun og kaupum á gjafasæði.

Undanfarin ár hefur lítill lager af gjafasæði verið til hjá okkur, nokkuð sem við keyptum reglulega frá sæðisbankanum Europeansperm bank í Danmörku. Úrvalið hefur verið takmarkað og upplýsingar um hvern gjafa sömuleiðis. Við höfum fundið fyrir vaxandi þörf og áhuga skjólstæðinga okkar um meira úrval og betri upplýsingar um hvern gjafa.

Við höfum breytt fyrirkomulaginu við pöntun á sæði. Nú bjóðum við konum upp að fara sjálfar inn á vefsíðu sæðisbankans þar sem hægt er að sjá alla sæðisgjafa sem þar eru í boði. Við sjáum svo um að panta og fáum sendingu frá bankanum í fyrstu viku hvers mánaðar.

Ferlið við pöntun og kaup á gjafasæði er því eftirfarandi:

  1. Skráið ykkur inn á síðu European Sperm Bank og skoðið það sem er í boði.
  2. Þegar búið er að velja gjafa þarf að senda okkur póst á gjafar@ivfklinikin.is. Fram þarf að koma:
    1. Nafn kaupanda og kennitala
    2. Nafn/númer gjafa
    3. Fjöldi skammta
    4. Við pöntum og fáum til landsins fyrstu viku næsta mánaðar.

Fyrir glasafrjóvgun er nóg að kaupa einn skammt. Fyrir tæknisæðingu getur verið skynsamlegt að kaupa fleiri en einn skammt þar sem búast má við að meðferðir geti orðið fleiri en ein.

Athugið að notaðir eru svokallaðir IUI-skammtar. (ekki ICI).

Ef spurningar vakna er velkomið að hafa samband við okkur í tölvupósti: reykjavik@ivfklinikin.is

Back