Nýr EmbryoScope+ hitaskápur

25. apríl, 2017 ES+ á rannsóknarstofu

EmbryoScope+ er sérhæfður hitaskápur þar sem ræktun á fósturvísum fer fram undir myndavél.

Myndir eru teknar reglulega af hverjum fósturvísi fyrir sig án þess að taka fósturvísinn úr hitaskápnum. Sérstakur hugbúnaður raðar myndunum saman í tímaröð og úr verður stutt hikmynd af þroska fósturvísisins. Við þetta fáum við ítarlegar upplýsingar um þroskun fósturvísisins, tíma á frumuskiptingum, útlitsgerð frumna og stærðarhlutfall á frumum ástamt fleiri þáttum.

Þessar upplýsingar nota sérfræðingar á rannsóknarstofunni til þess að velja þann fósturvísi sem er líklegastur til þungunar.

EmbryoScope+ frá Vitrolife, er af annarri kynslóð fósturvísasjáa. Þegar IVF klíníkin hóf starfsemi í febrúar 2016, fjárfesti hún í tveimur fyrstu kynslóðar tækjum en þeim hefur nú verið skipt út fyrir þetta nýja tæki.

Allir fósturvísar frá sjúklingum sem fara í glasafrjóvgunarmeðferð verða hér eftir ræktaðir í þessum nýja ES+ hitaskáp.

 

Back