Ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur

12. nóvember, 2017

Við viljum bæta við okkur ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi á IVF klíníkina Reykjavík. IVF klíníkin Reykjavík er einkarekin deild sérhæfð í rannsóknum og meðferðum á ófrjósemi. Við framkvæmum til dæmis tæknisæðingar, glasafrjóvganir og smásjárfrjóvganir. Við vitum að meðferð sem mætir þörfum sjúklinganna og tekur tillit til bæði líkamlegra og sálrænna þátta er forsenda þess að ná besta mögulega árangri.

IVF klíníkin Reykjavík er rekin af IVF Sverige sem er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum. Fyrirtækið er samsett af 8 tæknifrjóvgunardeildum í Svíþjóð, Noregi og Íslandi með 150 starfsmenn.

Verkefni

IVF klíníkin er að leita að starfsmanni til að sinna fjölbreyttum verkefnum í þverfaglegu teymi. Verkefnin sem tilheyra starfinu eru samskipti við sjúklinga á staðnum, í síma og tölvu, vinna við eggheimtur, fósturfærslur og tæknisæðingar.

Ert það þú sem við erum að leita að?

Við erum að leita að þér sem ert með ljósmóður- eða hjúkrunarfræði menntun. Það er kostur ef þú hefur reynslu af kvenskoðunum og ómskoðunum.

Vinnan okkar er teymisvinna og því er mjög mikilvægt að þú hafir mjög góða samskiptahæfileika og njótir þess að vinna með öðrum. Fyrir þér eru gæðastarf og nákvæmni sjálfsagðir hlutir og þú ræður við að vinna skilvirkt og af yfirvegun á álagstoppum. Þú hefur ríka ábyrgðartilfinningu, þjónustulund og metnað til að sinna markmiðum deildarinnar um stöðugar framfarir í þágu sjúklinganna.

Vinnutími

80-100% starf sem unnið er frá 7-17 á virkum dögum. Í fyrstu verður ráðið til reynslu í 6 mánuði.

Umsóknir

Sendu okkur umsókn á brynja.karlsdottir@ivfklinikin.is og segðu okkur frá hversvegna þú sækist eftir starfinu og láttu starfsferilsskrá fylgja með. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember og viðtöl fara fram í desember.

Back