Nýr starfsmaður á rannóknastofuna

1. janúar, 2018

Fósturfræðingur við IVF klíníkina Reykjavík

Við viljum bæta við okkur starfsmanni á rannsóknastofuna á IVF klíníkina Reykjavík. IVF klíníkin Reykjavík er einkarekin deild sérhæfð í rannsóknum og meðferðum á ófrjósemi. Við framkvæmum meðal annars tæknisæðingar, glasafrjóvganir og smásjárfrjóvganir. Við vitum að meðferð sem mætir þörfum sjúklinganna og tekur tillit til bæði líkamlegra og sálrænna þátta er forsenda þess að ná besta mögulega árangri.

IVF klíníkin Reykjavík er rekin af IVF Sverige sem er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum. Fyrirtækið er samsett af 9 tæknifrjóvgunardeildum í Svíþjóð, Noregi og Íslandi með 170 starfsmenn.

Verkefni

IVF klíníkin er að leita að nýjum starfsmanni á sérhæfða tæknifrjóvgunarrannsóknarstofu. Verkefnin sem tilheyra starfinu eru meðhöndlun eggja og sæðis, ræktun og meðhöndlun fósturvísa, smásjárfrjóvgun, ásamt frystingu eggja, sæðis og fósturvísa.

Ert það þú sem við erum að leita að? Við erum að leita að þér sem ert með líffræði eða lífeindafræði menntun. Þú þarft að að hafa reynslu af frumurannsóknarstofu og frumuræktunum og helst af öllu hefurðu reynslu eða menntun á sviði tæknifrjóvgana.

Vinnan okkar er teymisvinna og því er mjög mikilvægt að þú hafir mjög góða samskiptahæfileika og njótir þess að vinna með öðrum. Fyrir þér eru gæðastarf og nákvæmni sjálfsagðir hlutir og þú ræður við að vinna skilvirkt og af yfirvegun á álagstoppum. Þú hefur ríka ábyrgðartilfinningu, þjónustulund og metnað til að sinna markmiðum deildarinnar um stöðugt betri starfsemi í þágu sjúklinganna. Vinnutími 80-100% starf samkvæmt samkomulagi sem unnið er frá 8-16 á virkum dögum ásamt helgarvinnu 1-2 helgar í mánuði. Í fyrstu verður ráðið til reynslu í 6 mánuði.

Umsóknir

Sendu okkur umsókn á Þóris Harðarsonar (thorir.hardarson@fertilitetscentrum.se) og segðu okkur frá hversvegna þú sækist eftir starfinu og láttu starfsferilsskrá fylgja með.

Umsóknarfrestur er til 21 janúar og viðtöl fara fram í framhaldi af því.

 

Back