Við skiptum um nafn!

10. janúar, 2018

Reykjavik

Upplýsingar til sjúklinga 

Þann 29 janúar 2018 skiptum við um nafn og heitir IVF-klíníkin Reykjavík eftir það LIVIO Reykjavík. IVF-klíníkin Reykjavík er hluti af hópi frjósemis- og rannsóknardeilda með starfsemi í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi sem bera nöfnin Fertilitetscentrum og IVF-klíníkin.

Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvernig við getum betur komið því til skila til sjúklinganna okkar að við erum leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndunum í öllu sem við kemur frjósemi og búum yfir gríðarlegri þekkingu og hæfni. Sú staðreynd að nöfn, útlit og heimasíður deildanna séu mismunandi hefur gert það að verkum að sjúklingarnir okkar og samstarfsaðilar hafa átt erfitt með að átta sig á því að við erum í raun og veru ein heild. Þar af leiðandi hefur það verið erfitt fyrir okkur að koma til skila upplýsingum um okkar góða árangur og áhugaverðu rannsóknarverkefni.

Vegna þessa höfum við mikla trú á því að nýja sameiginlega nafnið LIVIO eigi eftir að vera gott bæði fyrir sjúklingana okkar og samstarfsaðila og einnig okkur sem vinnum hér. VIð erum búin að hlakka til að fá að sýna okkar frábæru starfsemi í heild sinni og núna verður það mun auðveldara. Nafnabreytingin mun ekki hafa nein áhrif á þig sem sjúkling og eigendur, starfsfólk og allar meðferðir eru þær sömu og áður. Við munum bráðlega opna nýja heimasíðu sem við erum mjög stolt af, kíktu endilega á hana þann 29. janúar: www.livio.is

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vangaveltur er ykkur alltaf velkomið að leita svara og ráða hjá okkur.

Bestu kveðjur frá starfsfólki IVF-klíníkurinnar Reykjavík – bráðum LIVIO Reykjavík.

Back